mánudagur, nóvember 14, 2005

Venstre

Á morgun er kosningar í Danmörku. Ég held ad flokkarnir Venstre og Konservative eigi í ríkisstjórnarsamstarfi nú, hugsanlega med ödrum flokki til. Thad skondna vid thetta er ad thetta er hægri stjórn, a.m.k. á danskan mælikvarda. Venstre er nefnilega hægri-flokkur. Flokkurinn Højre finnst hins vegar ekki á landinu. Radikal venstre er svo vinstrisinnadasti flokkur Dana, myndi ég ætla. Mér hefur verid bodid ad kjósa á morgun, sjáum til med thad.

Helgin fór í ad hanna brú og ad týna Heidari tímabundid. Hann fannst thó ad lokum en brúin er ekki fullhönnud.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Med venlig hilsen

Vid erum ad flytja í annad húsnædi um áramót. Vid neydumst tví til ad kvedja hóru- og eiturlyfjahverfid okkar í Vesterbro og færa okkur í verkamanna-gettó í Nørrebro. Svo sem ekkert ad thví.

Ég bý sumsé rétt hjá Istedgade sem er kynlífs- og eiturlyfjagata Kaupmannahafnar, ansi huggulegt thad. Nokkrum sinnum hef ég lent í ad vera bodid kynlíf af kvenmönnum Istedgade og einu sinni var mér bodid kók og krakk thegar ég var á leid heim úr skólanum. Í fyrsta skipti sem portkona gekk ad mér áttadi ég mig ekki á thví hver hún væri. Thegar ég sá svo hver vilji hennar var sagdist ég vera samkynhneigdur. Glada konan afsakadi sig thá pent. Annars eru hórurnar frekar huggulegar ad sjá og flestar eru thær bláar á hörund.

Thad er svolítid um kareokestadi hér í Kaumannahöfn. Einnig eru stadir med juke-box vinsælir í hverfinu mínu. Ég hef ekki enn gerst svo frægur ad velja lag í juke-box en stefni á thad í náinni framtíd.