þriðjudagur, október 25, 2005

Gudný og kápan hennar

Ég sit á bókasafni skólans míns og les mér til um hvernig stál og steypa verka saman, helvíti snidugt hversu vel thau geta unnid saman ef rétt er haldid á spödunum. En nóg af thví í bili.

Skólinn minn, DTU (Danmarks tekniske universitet), er ágætis skóli og ansi stór bædi hvad stúdentafjölda snertir sem og umfang í fermetrum. Byggingar eru lágreistar og tel ég enga theirra med fleiri en 2 hædir. Auk thess er mikid af grænum svædum á milli húsanna. Ég hef ekki gengid um allt svædid enda bý ég í u.th.b. 15 km fjarlægd frá skólanum eda í Vesterbro í Kaupmannahöfn. Skólinn var ad byrja aftur eftir viku hlé í gær. Thad var ágætt ad rífa sig úr sukkinu og fara ad lesa, skrifa og reikna aftur. Mjög mikid af útlendingum er í skólanum (sérstaklega Íslendingar). Í einum kúrsinum sem ég er í eru til ad mynda útlendingar í meirihluta.
Vid Heidar byrjum ekki í dönskunámi fyrr er 21. nóvember og er mér sagt ad thetta tiltekna námskeid sé mjög gott. Er ég farinn ad hlakka til ad ræda gáfuleg málefni á dönsku vid Dani, en flest thau dönsku samtöl sem ég á hlut í eru grunn. Um thessar mundir er Copenhagen gay and lesbian film festival í gangi í Kaupmannahöfn. Vid Heidar erum búnir ad fara á einar 4 myndir. Myndirnar eru misgódar eins og kannski edlilegt er. Ein var ansi gód, önnur var afar áhugaverd. Hygg á ad sjá nokkrar í vidbót, m.a. heimildamynd um George Michael. Vid rákumst á Gulla heimsborgara í bíóinu í gær, ansi snidugt thad.

Stefni á Svíthjódarreisu í brád, ádur en Rósa flýr Svíaveldi. Öddi leit í heimsókn med skólanum sínum fyrir nokkru og sýndi listir sínar á barnum Jailhouse, ansi gaman thad. Elli fór svo burt í dag eftir ad hafa gist í litlum ledursófa í rúman mánud og drukkid mikid af öli á hommabörum borgarinnar og fyrir framan sjónvarpid.

Nóg af mér og mínum í bili og held ég áfram ad lesa um hegdun stálbita undir flóknu skúfálagi.