mánudagur, mars 28, 2005

6 lítrar af bjór

Ég afrekaði það í gær að drekka 6 lítra af bjór. Bjórinn var drukkinn á u.þ.b. 12 tímum. Ég varð að sjálfsögðu andskoti fullur en þó ekki út úr drukkinn og rænulaus og man svo til allt sem fór fram. Ég varð meira að segja ekki þunnur í dag og megnaði að fá mér rauðvín með kvöldmatnum í kvöld. Það undarlega við þetta fyllerí var kannski það að því var varið með Jóni Óskari síðasta hluta þess en sá piltur er bindindismaður andskotans. Stefnan er að sjálfsögðu tekin á 7 lítra um næstu helgi.
Ég skrapp heim að Hvanneyri í gær að skoða bíl sem ég ákvað að kaupa. Ég mun því líklega fara ránsferð heim að Hvanneyri bráðum til að hirða kött og bíl og færa heim í flóttamannabúðirnar mínar.

mánudagur, mars 21, 2005

Kettlingar

Ég fór um helgina heim að Hvanneyri en hafði ekki komið þangað síðan um jól. Heimiliskötturinn hafði gotið sína fyrsta goti fyrir um mánuði og var því ætlan heimsóknar þessarar ei síður að skoða kettlingagreyin en að heilsa upp á eldri ábúendur. Kettlingarnir eru einungis tveir talsins. Við Heiðar höfum ákveðið að ættleiða annan kettlinginn en hinn vantar enn heimili. Ef þið, lesendur góðir, viljið ekki hafa dauðan kettling á samviskunni getið þið haft samband við mig.
Mér tókst svo að fá magakveisu seinnipart laugardags og þurfti ég að selja einum sjö sinnum upp þar til óværan hvarf á brott. Ég hugsa að þetta sé sveitaloftið sem hafi haft þessi áhrif á mig. Ég er sennilega búinn að dvelja of lengi hér í Reykjavíkurborg.