mánudagur, júlí 23, 2007

Heimkoma

Ég kom til landsins kl. 22:30 í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Kenýu. Ég hef sjaldan verið eins feginn að koma heim eftir utanlandsferð. Ekki það að ferðin hafi ekki verið einstök, heldur frekar það að þreyta var farin að segja til sín. Fátækt er mikil í Kenýa og var mikið um áreiti, frá sölumönnum sem vildu selja manni ýmsan varning. Var maður orðinn frekar þreyttur á þessum hansakaupmönnum. Ekki bætti úr skák að farið var inn á herbergi okkar Ödda og myndavélum okkar og vídeótökuvél hans stolið núna á fimmtudaginn í Mombasa. Auk þess hafði ég verið lítið eitt slappur, með hita og hausverk í nokkra daga þar á undan. Við létum þetta ekki á okkur fá og skelltum okkur á Bollywood mynd í Kenya Cinema kvöldið eftir. Annars er gott að geta drukkið vatn úr krana aftur.

Ég hef farið í 2 aðrar ferðir sem eru svipað langar og þessi; útskriftarferð til Kína 2004 og inter-rail ferð um Evrópu síðasta sumar en fann ég ekki fyrir jafnmiklum létti að koma heim eftir þær ferðir líkt og ég geri nú. Eru þar eflaust ýmsar ástæður að baki. Eymdin var töluverð sem maður sá þarna og hefur það áhrif á mann. Þó reyndi maður eftir bestu getu að láta það ekki á sig fá og reyna frekar að líta yfir stöðuna yfirvegað.

Ég mun birta ýtarlegri frásögn hér síðar. Sæl að sinni.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Davíð.

Gott af vita af þér komnum aftur hingað heim á klakann. Hlýtur að hafa verið alve mögnuð ferð! Samt leiðinlegt með stuldinn á myndavélinni og upptökuvélini - eigið þið þá sjálfir engar myndir úr allri ferðinni, eða hvað?

Heyrumst!

1:21 f.h., júlí 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fór einu sinni útí Málmey. Það var fínt.

10:31 e.h., júlí 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Teitur

10:31 e.h., júlí 24, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hvað? Komstu með blökkubarn og/eða apalöpp handa mér??

Hehehe :D

2:52 e.h., júlí 29, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinnuböddí !

Heyrðu þú ert ekki enn búinn að setja færslu góði !!! Þe á sameiginlegu síðuna.

Koma svo !!! LofaÐIR ;)

Bæjó Hugrún mannglögga með meiru :)

10:56 e.h., ágúst 23, 2007  
Blogger Halldor said...

Jú davíð það er oft gott að koma heim. En verra er það að stundum kemur maður heim eftir langdvalir erlendis og finnst ekkert varið í það að vera aftur á íslandi. Þá er um að gera að fá sér í nefið og flagga íslenska fánanum, borða lambakjöt og fara í réttir og stefna síðan aftur til útlanda.
Bestu kveðjur,

Raphael

5:47 e.h., ágúst 24, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home