fimmtudagur, desember 22, 2005

Sprechen Sie Deutch?

Ja bitte, Ich spreche Deutch zer gut. Wo sind die Schwulenkneipen?

Við Heiðar vorum að koma frá Berlin, Deutchland í fyrradag. Ég notaði að sjálfsögðu hvert tækifæri til að æfa mína miklu þýskukunnáttu sem ég fékk í 10. bekk og bað margoft um Bratwurst und einen Bier, bitte.

Fólk var oft lengi að velta fyrir sér hvaðan við værum og fengum við að heyra minnst á lönd á borð við Pólland, Bandaríkin, Rússland, Noreg, Svíþjóð og Grænland. Einn hélt að við værum Amish-fólk frá Ameríkunni.

Við gistum á hosteli í Austur-Berlín við Friedrichstrasse sem er aðalverslunargata Mitte-hverfis í Austur-Berlín, og í raun aðalverslunargata Austur-Berlínar. Annan daginn okkar fengum við ókeypis túr um bæinn. Þar sáum við m.a. staðinn thar sem Hitler drap sig, leifar af Berlínar-múrnum, minnisvarða um Gyðingana sem voru drepnir í Seinni heimssyrjöldinni og fengum að heyra alla sorgarsögu Berlínarbúa í gegnum árin. Alveg hreint magnað. Við hittum náttúrulega tvær íslenskar stelpur í túrnum - og auðvitað könnuðust þær við eldri bróður minn, Pétur Má og fjölskyldu í Grindavík.

Um kvöldið fórum við svo á pöbbarölt um Austur-Berlín með leiðsögumanni. Farið var á fjóra pöbba og tvo clöbba. Við entumst bara í fjóra pöbba og 1 clöbb thar sem viss aðili var orðinn afar ölur sakir óhófs í neyslu ókeypis vodka frá ástralska leiðsögumanninum. Þetta var mjög alvöru, sérstaklega pöbb nr. 3 en thar spilaði þýsk rokkgrúbba í afar skuggalegu gömlu steinhúsi.

Leiðir okkar lágu til tveggja safna; gyðingasafns og hommasafnsins. Gyðingasafnið var rosalega magnþrungið og auk þess var ókeypis inn í það. Í því var farið í gegnum morðin á Gyðingum á tíma Hitlers. Samtals voru um 6 milljónir Gyðinga drepnar víða um Evrópu milli 1930 og 1945.
Schwules museum sýndi svo homma- (og lesbíu) menningu Berlínar frá því um 1800. Stór hluti af því var einnig tileinkaður Seinni heimsstyrjöldinni en Hitler lét drepa yfir 100.000 homma víða um Þýskaland og hommar voru auðkenndir með bleikum þríhyrningi.

Í Berlín er skemmtanalífi, verslun og flestu öðru dreift um allan miðbæinn, ef miðbæ á að kalla. Miðbærinn er nefnilega í raun 8 hverfi.

Þrjú homma- og lesbíu svæði eru í bænum og yfir 300 barir, veitingastaðir, búðir o.s.frv. sérstakalega ætlaðir til samkynhneigðra og vina. Við fórum m.a. á Babylon þar sem vart klæddir strákar dönsuðu á borðum, Bruno´s sem er stærsta hommabúð sem ég hef séð, Bear bar ætlaðan loðnum hommum í yfirvigt og Tom´s bar sem angaði af Rush og greddu.

Skemmtileg borg með mikla sögu. Tekur dálítinn tíma að læra á hana þar sem henni er ekki skipt í greinilegan miðbæ og hverfi í kring.