föstudagur, mars 24, 2006

Vor

Vorið kom í dag í Danmörku, a.m.k. hér í Kaupmannahöfn. Enn sjást nokkrir snjóskaflar en sólin skín og fólk er úti að spila boltaleiki með krökkunum sínum og borða pylsur hér í garðinum mínum. Aðrir fá sér ölsopa.

Ég fer í minn hinsta dönskutíma nú á eftir en ég hef fengið nóg af þessu og ætla að nýta síðustu mánuðina hér, í lærdóm við DTU og dægrastyttingar í stað dönskunáms.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Hygge

Búinn ad fá nokkrar heimsóknir sídan sídast og skreppa til Hollands í menningarreisu. Hins vegar á ég alveg eftir ad heimsækja adra stadi í Danmörku en Kaupmannahöfn og næsta nágrenni.

Eva systir og co. litu vid í nokkra daga í sídasta mánudi og svo kom Sigrún einnig í heimsókn í eina og hálfa viku í febrúarmánudi. Eitthvad sást líka í hann Óla Helga. Mamma Heidars og madur kemur í næstu viku og foreldrar mínir og yngri brædur koma um páskana.

Ég er farinn ad tala flydende dönsku og ved uppi vid hvert tækifæri. Heimkoma er plönud 3. eda 4. júlí eftir Evrópureisu og Roskilde-hátíd.

Ég er farinn ad sakna thess ad glamra á hljódfæri en ég tók ekkert med mér hingad út.

Næstu helgi er árshátíd Félags Íslendinga vid DTU og er hún haldin í Jónshúsi. Sjálfur fer ég ekki á árshátíd en gæti látid sjá mig undir lok hennar eftir bjórkynningu og/eda tónleika med Bubba Morthens Noregs, Björn Berg.

Bless.