laugardagur, ágúst 23, 2008

Svei mér þá

Sussubía og já

Slaka á. Læt mig líða inn í eilífðina. Sný mér við og sé ekki neitt.

mánudagur, júlí 23, 2007

Heimkoma

Ég kom til landsins kl. 22:30 í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Kenýu. Ég hef sjaldan verið eins feginn að koma heim eftir utanlandsferð. Ekki það að ferðin hafi ekki verið einstök, heldur frekar það að þreyta var farin að segja til sín. Fátækt er mikil í Kenýa og var mikið um áreiti, frá sölumönnum sem vildu selja manni ýmsan varning. Var maður orðinn frekar þreyttur á þessum hansakaupmönnum. Ekki bætti úr skák að farið var inn á herbergi okkar Ödda og myndavélum okkar og vídeótökuvél hans stolið núna á fimmtudaginn í Mombasa. Auk þess hafði ég verið lítið eitt slappur, með hita og hausverk í nokkra daga þar á undan. Við létum þetta ekki á okkur fá og skelltum okkur á Bollywood mynd í Kenya Cinema kvöldið eftir. Annars er gott að geta drukkið vatn úr krana aftur.

Ég hef farið í 2 aðrar ferðir sem eru svipað langar og þessi; útskriftarferð til Kína 2004 og inter-rail ferð um Evrópu síðasta sumar en fann ég ekki fyrir jafnmiklum létti að koma heim eftir þær ferðir líkt og ég geri nú. Eru þar eflaust ýmsar ástæður að baki. Eymdin var töluverð sem maður sá þarna og hefur það áhrif á mann. Þó reyndi maður eftir bestu getu að láta það ekki á sig fá og reyna frekar að líta yfir stöðuna yfirvegað.

Ég mun birta ýtarlegri frásögn hér síðar. Sæl að sinni.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Let's all meet in Nairobi - let's all meet in Little Bees

Jaeja nu er lidin taep vika af ferd minni til Kenya og margt buid ad gerast. Vid logdum af stad snemma a fostudegi og vorum komin til London Stansted eftir 3 tima. Fljotlega kom i ljos ad med okkur i for er akaflega skemmtilegur madur sem tokst ad tyna okkur a flugvellinum. Til ad na i farangurinn a flugvellinum tharf ad fara med lest stuttan spotta. Okkar madur var sidastur og leist ekki a blikuna ad fara i lest an farangurs sins og hljop thvi upp nokkra rullustiga a moti umferd. Hopurinn hittist tho allur ad lokum vid farangursfaeribandid

Fra Stansted tok vid long rutuferd til Heath Row flugvallar og flugum vid thadan um 8-leytid. Thad flug tok 8 tima og vorum vid komin um 6 leytid i Nairobi, hofudborgar Kenya.

Vid Oddi lentum i kroppum dansi i Nairobi, hofudborg Kenya. Vid akvadum ad skreppa nidur i bae einir sunnudaginn 1. juli. Advifandi kom skjotlega madur raedinn afar. Hann reyndist mjog forvitinn um landid okkar og hvad folk gerdi thar. Eftir stutt spjall spurdi hann okkur hvort vid vildum ekki thiggja ad setjast nidur og panta svaladrykk. Vid vorum til i thad. Sagdist hann vera politiskur flottamadur fra Zambiu og vantadi pening til Malawi. Eftir stutt spjall akvadum vid Oddi ad rett vaeri ad lata manninn hafa sma pening og lata thetta svo ekki koma fyrir aftur. Thegar vid hofdum latid manninn fa peninginn birtust tveir threknir menn og sogdust vera fra logreglunni og syndu okkur skilriki. Their sogdu okkur ad skipta okkur ekki af politiskum malefnum i Kenya og sogdu jafnframt ad madurinn hefdi haft dop og falsada peningasedla i forum sinum og vildu fa ad skoda veskin okkar. Tha sogdum vid stopp enda vissum vid ekki hvort their voru alvoru logreglumenn. Fengum vid tha ad fara. Hafa thessir 3 an efa verid i slagtogi.

A manudegi 2. juli heimsottum vid barnaheimili i einu af morgum "slummum" i uthverfi Nairobi. Thad var atakanlegt ad ganga um fataekrahverfid og sja hvernig folkid lifdi. Inni i thessu fataekrahverfi rekur kona ein (Mama Lucy) asamt fleiri barnaheimilid Little Bees fyrir um 200 born, skildist mer. Born thessi eru foreldralaus en fara i skola hja Lucy og folkid thar annast thau. Bornin toku a moti okkur med song og okkur var gefid vatn og kaka. Vid letum krakkana fa fot, stilabaekur og fleira dot. Aldrei hafdi svona stor hopur komid tharna i heimsokn adur (12 manns). Thetta var olysanleg stund. Bornin voru svo glod og voru alltaf ad segja "How are you" og foru svo ad hlaeja.

Nu erum vid stodd i Nakuru og forum i gaer i Lake Nakuru thjodgard og saum alls konar dyralif.

Her i Kenya verdur madur bara ad gera eins og Kenyabuar gera. Her brosa allir og heilsa manni "Jambo" og madur er farinn ad gera thetta ad fyrra bragdi. Eg hef dansad vid 2 stulkur her og kynnst annarri adeins. Madur verdur bara ad blanda ser i hopinn;)

A morgun forum vid svo ad skoda barnaheimili her i Nakuru

Her er svo ferdablogg maedgnanna Gigju og Rosu ur thessari ferd.

Bless ad sinni

Ha ku ma na tata

fimmtudagur, júní 28, 2007

Kenýa

Kynningin gekk bara nokkuð vel - betur en ég þorði að vona í það minnsta.

Í fyrramálið fer ég svo til álfunnar bláu og er ég að verða búinn að pakka niður. Búinn að kaupa mér töflur og fara í fullt af sprautum. Keypti mér Lonely Planet guide og mun lesa hann á leiðinni. Flug til London er 7:50 í fyrramálið og er lent kl. 10:45 að staðartíma í London Stansted. Þaðan liggur leiðin á Heathrow flugvöll. Flug þaðan er svo kl. 19:15 á morgun og er lent kl. 6:05 að staðartíma í Nairobi, höfuðborg Kenýa. Þetta er sem sagt tæplega sólarhrings ferðalag og er flugið frá London til Nairobi 9 tíma langt.

Ég mun reyna að blogga eitthvað meðan ég er úti.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Fyrirlestur

Jæja, ég kynni verkefnið mitt fimmtudaginn 28. júní, kl. 15:00 í VR II, Hjarðarhaga 6, stofu 157. Þeir sem vildu minnast mín eru velkomnir. Verkefnið fjallar um hönnun og greiningu á stíflumannvirki með þéttidúk. Daginn eftir flýg ég svo til London og þaðan til Kenýa og kem ekki aftur fyrr en 22. júlí.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Skil

Jæja - skilaði loks af mér ritgerðinni í morgun. Þessu seinkaði smá hjá mér en það kemur ekki að sök. Næst á dagskrá er svo að halda kynningu en það verður gert í næstu viku og auglýst hér síðar.

föstudagur, júní 15, 2007

Af heilsufarsástandi þjóðar

Ýmsir kvillar hrjá nútímamanninn. Lengi vel var þágufallssýkin svokallaða heilsu manna afar hættuleg og voru menn ósjaldan rúmliggjandi marga daga fyrir hennar sakir. Eftir að bólusetning fannst fyrir henni virðast bara nýir kvillar koma upp á yfirborðið. Veikbeyging á sögnum virðist þessa dagana t.a.m. ná að freista margs góðs mannsins. Má efalaust rekja tilurð tíðni þessarar áráttu til aukinnar upptöku erlendra orða í íslenskt mál. Tökum til að mynda sögnina að blogga sem dæmi. Einhverra hluta vegna virðist fólki það tamara að lýta sögnina með veikbeygingu á eftirfarandi máta
blogga - bloggaði - bloggað
í stað þess að leyfa henni að njóta fallegra íslenskra beygingarreglna til fulls svo
blogga - blagg - bluggum - bloggið
Ég vil bjóða öll ný sagnorð velkomin til landsins en með því skilyrði að þau lúti íslenskum beygingarreglum og beygist sterkt hvar sem því verður við komið og helst í hvívetna.

Annað dæmi úr netheimum er sögnin að gúggla og beygir þorri manna svo
gúggla - gúgglaði - gúgglað
þegar hún beinlínis hrópar á okkur að vera beygð
gúggla - gauggl - gugglum - gogglið
Þetta segir sig eiginlega sjálft ef málið er skoðað í rólegheitum. Nóg er til af ljótum veikbeygðum sögnum í íslenskunni og er hreinlega ekki í það ómerkilega mengi sagnorða bætandi.

Ást mína á sterkbeygðum sögnum fékk ég í grunnskóla hjá síra Geir Waage sem kenndi mér í forföllum Þorvaldar Pálmasonar og e.t.v. fleiri og kann ég honum miklar þakkir fyrir að hafa fyrir mér upp lokið dyrum að þeirri paradís sem heimur sterkbeygðu sagnarinnar óneitanlega er.

Ég hvet hér með þá lesendur sem haldnir eru veikbeygingarblæti eður -losta að berjast og falla ekki í freistni. Ég get lofað þeim því að þegar þeir uppgötva fegurð sterkbeygingarinnar munu þeir líta á veikbeygingarlostann er þeir voru haldnir sem hluta af ákveðnu tímabili í lífi sínu sem sé einfaldlega lokið. Líta má á það sem ákveðið þroskamerki að hverfa frá þeirri fásinnu að veikbeygja allt sem á vegi manna verður.