miðvikudagur, maí 04, 2005

Enn af mannréttindum

Mig langar til að benda ykkur á eftirfarandi síðu: www.siggavidis.blogspot.comÞetta er heimsíða fyrrverandi skólafélaga míns, Siggu Víðis, frá Akranesi. Sigga er að gera ótrúlega hluti í hinni svörtu Afríku. Hún er búin að ferðast víða um Afríku og reyndar Indland líka. Hún er í einhvers konar hjálparstarfi á eigin vegum og með Sameinuðu Þjóðunum. Hún er að biðja um peninga frá vinum sínum, kunningjum og öðrum Íslendingum svo hún geti hjálpað konu nokkurri að nafni Pamela í Úganda að kenna hárgreiðslu. Hljómar kannski skrýtið en eins og hún nefnir á síðunni sinni þann 15. apríl skiptir menntun gríðarlega miklu máli fyrir afkomu fólks á þessu svæði og eru konur almennt illa staddar í þeim efnum. Peningurinn fer í kaup á ýmsum hárgreiðslutólum og fleiru svo Pamela geti kennt á tólin o.s.frv. Ég vil minna ykkur á að peningur er mun verðmeiri þarna en hér heima. 500 kall sem fer í bjór á bar hér heima dugar í svo miklu meira í Afríku. Sigga biður um traust fólks því hún getur bara gefið upp eigin bankareikning 330-13-230037. Kennitalan hennar er 201179-3519.Einnig biður hún fólk um að gerast Vini Indlands eða Vini Afríku, þ.e.a.s. borga mánaðarlega 1500 kr. handa einu barni á öðru þessara svæða. Hún biður fólk að senda sér tölvupóst á sigridurvidis@yahoo.com ef það vill hjálpa til á þessu sviði.

Annars hvet ég ykkur til að skoða heimasíðuna hennar. Þann 15. apríl og 25. apríl fjallar hún um þessi mál. Hún tekur við peningum á reikninginn sinn út morgundaginn. Upphæðin skiptir ekki máli. Ef þið viljið hins vegar borga mánaðarlega getið þið sent hvenær sem er.Ég er sjálfur búinn að leggja 5000 krónur inn á reikninginn hennar og ætla að gerast vinur Indlands og auðvitað munar mig ekkert um þessar smáupphæðir. Þið getið treyst því að hún geri ekki neina vitleysu við peninginn. Hún kemur meðal annars annað slagið fram í útvarpi að segja frá ævintýrum sínum.

Þegar ég var lítill patti sá ég svona litla pappakassa með myndir af svöngum Afríkubörnum utan á. Ég hugsaði með mér af hverju þetta væri svona ósanngjarnt og af hverju enginn gerði neitt í þessu. Ég skildi ekki af hverju. Ég skil það ekki enn þá. Ég hef hins vegar sjálfur ekkert gert í þessum málum fyrr en í janúar ég hitti konu frá Unicef sem bauð mér að gerast heimsforeldri. Ég talaði dálitla stund við hana og féllst að lokum á að borga litlar þúsund krónur mánaðarlega. Minnsta mál í heimi.Það sem ég er að segja er að fólk þarf ekki sjálft að fara til Afríku til að hjálpa. Fjárhagslegur stuðningur gerir alltaf eitthvað. Ég væri hins vegar sjálfur til í það einn daginn að skreppa og veita hjálp mína.

Ég vona að mér hafi tekist að fá einhverja til þess að hugsa sinn gang því okkur munar svo lítið um þetta. Við höfum það nefnilega helvíti gott.