fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Danmörk

Jæja, þá er maður kominn út. Skiptinemavikan er búin að vera stanslaus bjórdrykkja. Byrjað að sötra skömmu eftir hádegismat og því haldið áfram fram eftir kvöldi. Í gær fengum við að sjá Christania. Það var mjög áhugavert að koma í samfélag þeirra. Samkeppni, peningar, laun, skattur og annað sem drífur áfram samfélagið okkar þekkist varla þarna. Þau hafa einn í því að sjá um ruslið, annar sér um póstinn, næsti smíðar o.s.frv. Alltaf bara einn sem sér um ákveðinn hlut, engin samkeppni, engin laun, bara greiði fyrir greiða. Þau trúa á ást en ekki peninga. Hins vegar mátti sjá að eldra fólkið var ansi sjúskað af allri cannabis- og bjórneyslunni. En þetta var hamingjusamt fólk. Á leiðinni út var búið að reisa stórt hlið sem á var letrað: "You are now entering the EU". Leiðsögumaðurinn sagði að þetta væri stolt Kaupmannahafnarbúa og get ég vel skilið það.
Ég er búinn að búa hjá Jóhönnu, systur minni síðan ég kom en flyt í íbúð í miðbænum á sunnudaginn. Íbúðin er rétt hjá Hovedbanagaarden og er ég því ekki mjög lengi í skólann sem er í úthverfinu Lyngby. Maður er búinn að kynnast fólki frá ýmsum löndum þó aðallega Evrópu. Ég fæ svo líklega hjól á föstudaginn.
Við Jóhanna fórum í sólbað á mánudaginn á Íslandsbryggju og versluðum föt fyrir lítinn pening á Strikinu. Það er rosalega mikið af Íslendingum hérna, eiginlega of mikið. Sem betur fer hef ég lítið talað við Íslendingana sem eru skiptinemar hérna. Maður á að kynnast fólki annars staðar frá þegar maður er úti. Ætli ég verði svo ekki búinn að skrá mig í Íslendingafélagið áður en yfir lýkur, humm.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hí, hí ég sé ykkur í anda í sólbaði.
Gott að lesa að þér gengur vel enda ekki slæmt að hafa systu með sér.

2:09 e.h., ágúst 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey Guðjón á Grund!! Það er nú gaman að hafa þig hérna hjá mér í Köben...skemmtilegats var þó að fá að velja á þig föt...og að heyra þig segja "þetta er ekki nógu hommaleg skyrta" inní fatabúðinni, um bleika skyrtu sem þú endaðir svo á að kaupa!! Ððððððuuuuuhhhh!!

4:06 e.h., ágúst 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman ad fa ykkur hingad ut til Skandinaviu :) Eg kiki vid taekifaeri til Koben.

4:11 e.h., ágúst 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var eitt sinn á gistiheimili á Vesterbrogade, dejligt.

9:21 e.h., ágúst 26, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home