föstudagur, ágúst 05, 2005

Gay Pride

Á morgun kl. 3 verður gengin Gay Pride gangan frá Hlemmi að Lækjargötu. Gott er að koma aðeins fyrr til að sjá þegar gangan leggur af stað. Gay Pride hátíðin eða Hinsegin dagar er ætluð öllum óháð kynhneigð fólks. Hvort sem þú ert samkynhneigð(ur), tvíkynhneigð(ur), þríkynhneigð(ur), gagnkynhneigð(ur), kynskiptihneygð(ur), karlkynhneigð(ur), kvenkynhneigð(ur), hvorugkynhneigð(ur), síkynhneigð(ur), alkynhneigð(ur), ókynhneigð(ur) eða sjálfkynhneigð(ur) þá ertu velkomin(n).
Annað kvöld verður svo ofur diskó á Nasa með Páli Óskari. Í kvöld verður hins vegar boðið upp á kynskipta dansleiki. Á Pravda verður strákakvöld en á Iðnó verður stelpukvöld. Opnunarhátðiðin er einnig í kvöld kl. 20:30 í Loftkastalanum. Nánari upplýsingar hér.
Hver veit svo nema Kransanum bregði fyrir á einum pallinum, kannski íklæddum kjól eður leðurþveng? Það er aldrei að vita.
Veit annars einhver hvar Shady Owens er í dag?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er Shady

1:59 f.h., ágúst 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Tókst þig vel út á pallinum ;)

2:07 e.h., ágúst 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott ganga enda ekki við öðru að búast. Á svona dögum er lífið ljúft.....

5:04 e.h., ágúst 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

...en ég er ekki -hneigð, neinu...má ég samt koma.

10:38 f.h., ágúst 15, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home