mánudagur, júlí 25, 2005

Burger King

Fór í gær að snæða hamborgara er kallast Burger King. Keypti ég Big King. Ég hafði aldregi borðað slíkan hamborgara hér á landi fyrr og býst ekki við að gera mikið af því eftir kynnin. Flestöll hamborgaratilboðin voru án osts, beikons eða einhvers viðlíka. Hins vegar var manni boðið að bæta þessu aukaáleggi við og auk þess að stækka máltíðina. Ég pantaði að sjálfsögðu þann hamborgara sem var með osti á svo ég þyrfti ekki að greiða aukalega fyrir ostinn. Hamborgarinn reyndist frekar bragðvondur og úrvalið af grænmetinu sem fylgdi var lítið. Var hann og þurr. Franskarnar voru örugglega ekki unnar úr kartöflum. Þetta var sem sagt svipað og McDonald´s.
Við fórum þrír á hamborgarastaðinn og kostaði máltíðin um 1000 á mann enda stækkuðu þeir máltíðir sínar og bættu aukaáleggi við. Auk þess sem annar hinna pantaði lítinn hamborgara aukalega. Sá hinn sami er frá Svíþjóð og segir að þetta fáist fyrir u.þ.b. 500 krónur þar.

Ég þakka þeim sem á hlýddu.

2 Comments:

Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Ræddum það einmitt í gær að Ameríski stíllinn væri miklu betri og hagstæðari en Konungur borgaranna.

4:11 e.h., júlí 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

harður heimur sem við búum í!!!

3:24 e.h., júlí 28, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home