Spánn
Ég kom úr tveggja vikna ferð frá Spáni á mánudaginn var. Heimsókn til pabba Heiðars. Hann býr í smábæ sem heitir La Caniza og er rétt fyrir norðan Portúgal, nálægt borgunum Vigo og Orense. Svæðið heitir Galizia og þar talar fólk sitt eigið tungumál galizku sem er frekar lík portúgölsku. Heiðar var á staðnum er ég mætti þangað. Hann var búinn að vera á þriggja vikna ferðalagi með systur sinni um Evrópu. (Króatíu, Ítalíu o.fl.) Ég lenti í Porto í Portúgal svo segja má að eitt land hafi bæst við á heimskortið mitt. (England, Ísland, Spánn, Frakkland, Kína, Holland og Portúgal) Frakkland og Portúgal eru á gráu svæði en ég hef samt komið þangað. Tvisvar sinnum var mér boðið marihuana; annað skiptið var á hommastað í Madrid en hitt skiptið var í La Caniza. Þar var ég jafn framt spurður af hverju ég reykti ekki. Ég átti frekar erfitt að svara því en sagði að lokum ,,Los Islandais no fuman porros". Við Heiðar fórum sem sagt einu sinni til Madrid og gistum 3 nætur. Með okkur komu Sigrún og Steingrímur ektamaður hennar. Miðborg Madridar úði og grúði af hommum og lesbíum en við komumst fljótt að því að Gay Pride yrði helgina eftir og misstum við af þeirri hátíð. Ef við hefðum vitað af Gay Pride hefðum valið helgina til að fara þangað, en svona er þetta. Við kynntumst nokkrum hommum á börunum og skemmtistöðunum og rétt náðum í byrjunina á hátíðinni sem átti að vera sérstaklega stór þetta árið vegna þess að giftingar og frumættleiðingar samkynhneigðra voru samþykktar á spænska þinginu fimmtudag fyrir hátíðina. Þannig er nú það, Spánverjinn kominn fram úr okkur. Svona er að hafa Sósíalista við völd.
Ég smakkaði ýmist sjávarfang þó svo ég hafi einnig étið McDonalds og álíka viðbjóð þegar tími var naumur. Ég smakkaði Pollo (kolkrabba) sem var ekkert spes. Smokkfiskurinn var góður. Bacalao (saltfiskur) var á bragðið eins og íslenskur saltfiskur og var mér sagt að prófa hann frekar í Portúgal eða einhvers staðar annars staðar á Spáni (man ekki hvar) þar sem fiskinum væri sýnd mikil virðing og hann tilbeðinn. Geitin var ekki eins góð og íslenska lambið en hreindýrið var gott. Tortilla (eggja, kartöflu- og laukmix) var gott og iðulega étið. Svo át maður stundum langloku með skinku og osti (Bacadillo con jamón y queso). Svona er nú það börnin góð.
Heiðari tókst að týnast í eitt skiptið. Við fórum til Orense síðasta laugardagskvöldið, þ.e. fyrir viku að kveðja Jesus og Rósu. Heiðar drakk sig haugölvi og þegar við ætluðum heim fannst hann hvergi og svaraði ekki síma. Úr varð að við strunsuðum heim á bíl um 5-leytið. Heiðar hringdi svo um 9:30 og bað mig að sækja sig sem ég og gjörði. Allt endaði því vel.
Tvisvar sinnum brann ég en er nú að verða brúnn á þeim stöðum. Ég keypti nú ekki mikið á Spáni (Regnbogafána, regnbogaarmband, póstkort, brjóstnælu, 2 hvítvín og 2 rauðvín) Hins vegar keypti ég DVD og CD í fríhöfnum Íslands og Stansted)
Ég er svo að fara að keppa í Herra Önundarfjörður 2005 í kvöld en Öddi ætlar nefnilega að halda upp á íbúðina sína á írskum dögum.
Ég smakkaði ýmist sjávarfang þó svo ég hafi einnig étið McDonalds og álíka viðbjóð þegar tími var naumur. Ég smakkaði Pollo (kolkrabba) sem var ekkert spes. Smokkfiskurinn var góður. Bacalao (saltfiskur) var á bragðið eins og íslenskur saltfiskur og var mér sagt að prófa hann frekar í Portúgal eða einhvers staðar annars staðar á Spáni (man ekki hvar) þar sem fiskinum væri sýnd mikil virðing og hann tilbeðinn. Geitin var ekki eins góð og íslenska lambið en hreindýrið var gott. Tortilla (eggja, kartöflu- og laukmix) var gott og iðulega étið. Svo át maður stundum langloku með skinku og osti (Bacadillo con jamón y queso). Svona er nú það börnin góð.
Heiðari tókst að týnast í eitt skiptið. Við fórum til Orense síðasta laugardagskvöldið, þ.e. fyrir viku að kveðja Jesus og Rósu. Heiðar drakk sig haugölvi og þegar við ætluðum heim fannst hann hvergi og svaraði ekki síma. Úr varð að við strunsuðum heim á bíl um 5-leytið. Heiðar hringdi svo um 9:30 og bað mig að sækja sig sem ég og gjörði. Allt endaði því vel.
Tvisvar sinnum brann ég en er nú að verða brúnn á þeim stöðum. Ég keypti nú ekki mikið á Spáni (Regnbogafána, regnbogaarmband, póstkort, brjóstnælu, 2 hvítvín og 2 rauðvín) Hins vegar keypti ég DVD og CD í fríhöfnum Íslands og Stansted)
Ég er svo að fara að keppa í Herra Önundarfjörður 2005 í kvöld en Öddi ætlar nefnilega að halda upp á íbúðina sína á írskum dögum.
3 Comments:
Er það ekki meira svona Lófa Fimmboga ;0)
Önundur sjálfur stóð uppi sem sigurvegari eftir erfiða og oft tvísýna baráttu.
Önundarnafnið mun lengi haldast við hann Ödda! Fínt að lesa spænsku hjá þér Davídó því hún minnir mig á góðar stundir á Spáni.
Skrifa ummæli
<< Home