þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Allt timbur sem kemur að steypu skal rjóðlað fúavarnarefni

Fyrirsögn greinar þessarar sá ég á einni teikningu sem ég fór yfir í vinnunni um daginn. Sögnina að rjóðla hafði ég ekki heyrt um fyrr en gat ímyndað mér meiningu hennar af samhenginu. Engu að síður fletti ég henni upp í Íslenskri Orðabók. Ég fann hana að vísu ekki en sögnina að rjóða sá ég þar og er henni lýst svo:

rjóða rauð, ruðum, roðið, vh. þt. ryði (+rjóðaði, rjóðað) s 1 skáld. gera rautt með blóði. lita blóði 2 bera á, smyrja, maka >rjóða e-u á e-n roðinn LH ÞT 1 sem borið hefur verið á 2 sveipaður morgunroða, sólroðinn

Hér er merkingin líklega sú númer 2.
Þetta hefur sem sagt átt að hljóða svo:
Allt timbur sem kemur að steypu skal rjóðað fúavarnarefni.
Eða enn þá betra:
Allt timbur sem kemur að steypu skal roðið fúavarnarefni.

Svo fer ég væntanlega í úttekt á þakinu og get þá séð hvort smiðirnir hafi roðið timbrið fúavarnarefni.

Hægt væri að hugsa sér eftirfarandi setningu á stafsetningarprófi:
Þótt mennirnir ryðu timbrið fúavarnarefni af bestu gerð var enn þá ekki víst það þyldi kemísk sambönd sementsefjunnar.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll frændi, kíki stundum á bloggið þitt. Góður ertu í íslensku en, þarna er átt við fúa í merkingunni að eitthvað fúni.

6:13 e.h., ágúst 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko...Davíð... þarna er verið að tala um fúa. Sögninn er ,,að fúna" og ef ég mætti benda þér á (bank bank bank) þá er þar ekkert g.

11:53 e.h., ágúst 17, 2005  
Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Ég veit ekkert hvað þið eruð að tala um ;o)

8:18 f.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður ; )

5:04 e.h., ágúst 18, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home