Starfinn minn
Var ég búinn að segja ykkur frá starfanum mínum. - Sennilega ekki. - Ég vinn sem eftirlitsmaður byggingarfulltrúa Kópavogs við úttektir á byggingarframkvæmdum. Ég er sem sagt pantaður af byggingarstjóra áður en steyptur er húshluti eða grafið er yfir jarðlagnir og annað í þeim dúr. Þá mætir Kransinn galvaskur á svæðið með hvítan hjálm á hausnum, málband í annarri og hallamál í hinni. Meðalaldur byggingarstjóranna er u.þ.b. 50 ár og gætu þeir því hæglega verið feður mínir ef hægt er að eiga fleiri en einn. Síðan er það mitt að dæma hvort verkið sé nógu vel unnið eður ei. Ég ákveð hvort þeir fái að steypa, grafa, múra eða annað slíkt eða hvort þeir fái rauða spjaldið og ég þurfi að koma aftur til þeirra í úttekt. Byggingarstjórarnir, sem flestir eru húsasmíðameistarar, þurfa sem sagt að hlusta á tuðið í einhverjum krakka með hvítan hjálm sem hefur unnið nokkur sumur í byggingarvinnu og jú reyndar numið byggingarverkfræði í þrjú og hálft ár og hlýða svo því sem hann segir. Já svona er vinnan mín.
4 Comments:
Hæ Davíd minn, gaman ad vera yngstur í vinnuhópnum, kannast vid thetta. En hvad er ad frétta af íbúdamálum í Køben. e-d ad gerast???
ó mæ god! þú verður hataður í byggingarbransanum....."Krakkinn með hjálminn er mættur...ooohhh! "
heheheh..
til lukku með etta job;)
This must be fun, hehe
" HJÁLMURINN "
...... hmmm hljómar kunnuglega ;O)
Skrifa ummæli
<< Home