þriðjudagur, júlí 12, 2005

Írskir dagar

Fór til Akraneskaupstaðar á laugardaginn. Írskir dagar voru þar haldnir hátíðlegir. Öddi bauð til veislu í nýju íbúðinni sinni. Hann eldaði víst fram eftir öllu föstudagskvöldinu og langt fram á nótt og heppnaðist líka ljómandi hjá drengnum. Ýmsar tilraunir voru framkvæmdar með vín þetta kvöld. Eitthvert óbjóðs freyðivín sem verið var að kynna í Ríkinu, hvítvín on the rocks og hvítvín on the rocks með absolut vodka og hvítlauk. Sjálfur drakk ég Lager bjór.
Það var orðið ansi langt síðan ég datt í það á Akranesi og var það líka alveg helvíti gaman, eiginlega æðislegt. Ég faðmaði svona 709 manns á bryggjuballinu sem farið var á seinna um kvöldið. Einn strákur vildi endilega sýna vini sínum homma sem væri ekki kvenlegur. Ég þvertók fyrir þess konar sýningar og reyndi að koma honum í skilning um að ég væri ekkert sú-anímál. Ég og Bylgja rýndum í kynhneigð strákanna og fundum bara ansi marga homma, komumst eiginlega að því að Skipa-Skagi er samkynhneigður. Láll var ölur og kvartaði undan of mörgum faðmlögum við ókunnuga.
Sem sagt ansi gott í flesta staði.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var of mikið af fólki að snerta mig :þ

11:08 e.h., júlí 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir innlitið. Sendi þér myndir áðan.

11:12 e.h., júlí 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta varð bara áhugavert kvöld ;)
Ég væri allveg til í að endurtaka þetta við tækifæri :)

Bleiki hatturinn bíður þín eskan :*

5:59 e.h., júlí 13, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home