mánudagur, maí 21, 2007

Vetur

Nú virðist vetur vera að ganga í garð í Reykjavík. Í morgun snjóaði nefnilega á mig á minni göngu í skólann. Varð mér kalt af, enda húfu- og vettlingalaus þar sem sumar á víst að heita komið. Verið hefur mun kaldara undanfarna daga og ekki síst morgna en fyrir u.þ.b. mánuði og jafnvel þó lengra aftur í tímann sé leitað. Tel ég að hér séu hin alræmdu gróðurhúsaáhrif að verki. En þau hafa hrekkt margan manninn á síðustu árum.
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar virðast ganga vel , en foringjarnir eru, svei mér þá held ég bara, orðnir ástfangnir. Af þeim var birt mynd í Fréttablaðinu í morgun að kyssast og kjassast. Geir rak rembingskoss beint á munninn á Ingibjörgu og virtist hún ánægð að sjá. Svona er klámvæðingin orðin mikil í samfélaginu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Og hugsaðu þér að unglingar og aðrir áhrifagjarnir einstaklingar geta séð þessa mynd.
Hér á Skaga er veðrið álíka skemmtilegt. Við mæðgur fórum út áðan í blíðuna að við töldum en þegar út kom var rok, sól og rigningardropar inn á milli sem minntu nú ögn á slyddu en þó ekki. Ingibjörg Svava var með derhúfu og vettlingalaus og auðvitað fauk húfan af henni og ég hljóp á eftir henni oftar en einu sinni.

1:24 e.h., maí 21, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Já minn kæri frændi, klámvæðingin birtist víða í oft í sínum verstu tíkarmyndum, líkt og heiðnir Pakistanar höfðu klámvæðinguna í flimtingum er þarlend stjórnmálaskörungskvinna faðmaði fallhlífarstökkskennara sinn, er var af hinu kyninu, eftir eitthvert stökkið og upphófu raust sína um óvelsæmi konunnar.
En þú verður nú svo að fara að láta vita af komu þinni til teitis vors um þarnæstu helgi, þar mun verða múgur og margmenni.

10:29 e.h., maí 24, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home