Af pólitík og öðrum kvenhundum
Mér leiðist pólitík á Íslandi í dag. Hún fjallar aldrei um neitt merkilegt. Þetta er bara eitthvert framapot hjá athyglissjúku fólki. Engar hugsjónir og ekki neitt, nema þá helst hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði og jaðarmönnum í Sjálfstæðisflokknum.
Svo eru að koma einhver ný öfl sem mikið er fjallað um í fjölmiðlum þessa dagana. Þar má nefna aldraða og öryrkja, mögulegt framboð Margrétar, hugsanlegt framboð Jóns Baldvins, eitthvert framtíðarland Ómars Ragnarssonar og eflaust fleira. Allt eru þetta hugsanleg framboð en með voðalega fá ný stefnumál á hinu pólitíska litrófi íslenskra stjórnmála.
Ég legg hér með til hugmyndir um nokkrar nýjar stjórnmálahreyfingar. Ég vil að Frjálshyggjufélagið bjóði sig fram svo frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokks geti fundið sig. Einnig vil ég að Forsjárhyggjufélagið verði stofnað sem mótsvar við Frjálshyggjufélaginu. Meginstefna þess gæti verið að Ríkið sjái algjörlega að hugsa fyrir almúginn svo hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu og geti lifað hamingjusömu lífi vegna þess að hann þarf ekki að hafa fyrir neinu.
Önnur samtök vil ég að verði stofnuð sem gætu heitað Framtíðarlandið og væri þeirra helsta stefnumál að drekkja miðhálendinu með öllum tiltækum ráðum. Reistur yrði stór og langur stíflugarður umhverfis miðhálendið svo hægt væri að mynda stórt uppistöðulón fyrir stærstu virkjun í heimi. Síðan yrði álver, Sólver og Pólver(ji) í hverjum firði og allir yrðu ríkir.
Einnig vil ég að flokkur Anarkista bjóði sig fram en hann gæti haft það helsta markmið að kæmust þeir til valda myndu þeir leggja niður Alþingi, stjórnarráðið, lögreglu og allt það er talist getur vera Ríkisvald. Engar reglur eða lög fengju að gilda og hver og einn fengi að ráða því sem hann gerði óáreittur.
Þá væri nú fjör í pólitíkinni blessaðri.
Meira dettur mér ekki í hug í bili og kveð að sinni.
Svo eru að koma einhver ný öfl sem mikið er fjallað um í fjölmiðlum þessa dagana. Þar má nefna aldraða og öryrkja, mögulegt framboð Margrétar, hugsanlegt framboð Jóns Baldvins, eitthvert framtíðarland Ómars Ragnarssonar og eflaust fleira. Allt eru þetta hugsanleg framboð en með voðalega fá ný stefnumál á hinu pólitíska litrófi íslenskra stjórnmála.
Ég legg hér með til hugmyndir um nokkrar nýjar stjórnmálahreyfingar. Ég vil að Frjálshyggjufélagið bjóði sig fram svo frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokks geti fundið sig. Einnig vil ég að Forsjárhyggjufélagið verði stofnað sem mótsvar við Frjálshyggjufélaginu. Meginstefna þess gæti verið að Ríkið sjái algjörlega að hugsa fyrir almúginn svo hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu og geti lifað hamingjusömu lífi vegna þess að hann þarf ekki að hafa fyrir neinu.
Önnur samtök vil ég að verði stofnuð sem gætu heitað Framtíðarlandið og væri þeirra helsta stefnumál að drekkja miðhálendinu með öllum tiltækum ráðum. Reistur yrði stór og langur stíflugarður umhverfis miðhálendið svo hægt væri að mynda stórt uppistöðulón fyrir stærstu virkjun í heimi. Síðan yrði álver, Sólver og Pólver(ji) í hverjum firði og allir yrðu ríkir.
Einnig vil ég að flokkur Anarkista bjóði sig fram en hann gæti haft það helsta markmið að kæmust þeir til valda myndu þeir leggja niður Alþingi, stjórnarráðið, lögreglu og allt það er talist getur vera Ríkisvald. Engar reglur eða lög fengju að gilda og hver og einn fengi að ráða því sem hann gerði óáreittur.
Þá væri nú fjör í pólitíkinni blessaðri.
Meira dettur mér ekki í hug í bili og kveð að sinni.
2 Comments:
Líklega værir þú í framboði fyrir Framtíðarlandið ef það byði fram, þú illi byggingarverkfræðingur með steinsteypublæti.
Nauj, nauj. Ég veit ekki af hverju ég leit inn á síðuna þína Davíð minn en það var örugglega ekki af öðru en gömlum vana. Ekki átti ég von á nýrri færslu frá þér :D Frambærileg er hún að venju og ég er nokkuð sammála þér um leiðindi íslenskrar pólitíkur.
Skrifa ummæli
<< Home