Ungdómshúsið og Kenýa
Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn er staðsett um það bil 700 metrum frá mínu gamla heimili á námsárum mínum í Danmörku. Aldrei sté ég þó fæti þar inn og vissi í raun ekkert um það eða að það væri einu sinni til. Nú er búið að rífa þetta hús niður. Mér finnst svolítill missir af því að hafa ekki verið þarna á meðan á þessu stóð. Það er alltaf dálítil fullnægja sem fylgir því að fá að vera áhorfandi að svona löguðu.
Annars er ég líklega að fara til Kenýa í júlí að skoða ljón o.fl. Þetta verður u.þ.b. 10-20 manna hópur sem fer til álfunnar svörtu. Fólk á vegum hjálparsamtakanna Vinir Kenýa er að skipuleggja þessa ferð en hún er opin öllum. Starf hjálparsamtaka á svæðinu verður skoðað, farið í þjóðgarða o.fl.
Annars er ég líklega að fara til Kenýa í júlí að skoða ljón o.fl. Þetta verður u.þ.b. 10-20 manna hópur sem fer til álfunnar svörtu. Fólk á vegum hjálparsamtakanna Vinir Kenýa er að skipuleggja þessa ferð en hún er opin öllum. Starf hjálparsamtaka á svæðinu verður skoðað, farið í þjóðgarða o.fl.
1 Comments:
Og hann bleggur og bleggur.......hvað er að frétta?
Skrifa ummæli
<< Home