laugardagur, maí 27, 2006

Batnandi manni er best að lifa

Repúblikanann og lýðræðishetjuna George junior Bush sá ég í kvöldfréttum Ríkissjónvarps Íslands í gærkvöldi. Þar baðst hann afsökunar á nokkrum illa orðuðum yfirlýsingum sínum sem hann teldi að hefðu verið misskildar. Nefndi hann þar m.a. frasa á borð við "bring it on" og "wanted dead or alive". Hann vildi meina að þetta hefði verið betur látið ósagt og að hann hefði lært sína lexíu og að tjá sig á fágaðri máta en það er alltaf kostur fyrir forseta fyrirmyndarlýðræðisríkis á borð við Bandaríkin.

Þetta voru ánægjulegar fréttir. Fyrst að Bush getur iðrast og litið í eigin barm og séð sjálfan sig frá sjónarhóli annarra, jafnvel fólks frá fjarrænum löndum, er ég hreinlega farinn að trúa því að hver sem er geti það.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Helvíti er ég smeykur um að ekki fylgji hugur máli hjá þjóðarleiðtoga Bandaríkjanna. En við sjáum hvað setur...

1:31 f.h., maí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætlar kallinn að laga allt með því að taka orð sín til baka. Hann er nú líka svo heimskur greyið. Hlakka til að sjá ykkur Heiðar í sumar!

10:39 e.h., júní 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi "maður" hefur alltaf verið ruglaður og heimskur. Hlakka til að sjá ykkur Heiðar í sumar!

10:40 e.h., júní 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jóhanna says hi!

9:49 e.h., júlí 18, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home