Lærdómur
Það er frekar skrýtin tilfinning að vera einn í VRII að læra. Húsið er mannlaust ef ég er undanskilinn. Mér líður næstum eins og ég sé einn í heiminum. Sólin hefur skinið í dag en ég hef reynt að forðast að hugsa um það, einbeittur við lyklaborðið. Sumarið er ég farinn að sjá í hyllingum - sumarið með antílópunum, gnýunum og bleiku flamingófuglunum í Kenýa.
Uppfæring: Einn hefur bæst í hópinn og erum við nú a.m.k. tveir hér í húsinu. Mér líður mun betur.
Uppfæring: Einn hefur bæst í hópinn og erum við nú a.m.k. tveir hér í húsinu. Mér líður mun betur.
2 Comments:
Þú veist að það er alltaf einhver í næsta húsi - þú ert alltaf velkominn í kjaftaklúbbinn sem er þar til húsa;)
Gnýunum - þú ert fyndinn. Ég hefði sennilega aldrei heyrt á þessa dýrategund minnst ef þú værir ekki bróðir minn.
Skrifa ummæli
<< Home