Kynning
Á morgun stendur svo til að kynna ósköpin sem ég hef verið að vinna að síðan um jól, mastersverkefnið mitt. Er í óðaönn að útbúa power-point-show fyrir morgundaginn. Ég stafn annars moggablogg um daginn. Ég stafn bloggið einungis til að geta agnúast í Jóni Vali besta vini mínum þar sem mér ofbauð skrif hans um hómósexúalista. Býst þó ekki við að ég flytji skrif mín á moggabloggið þar sem ég kann ágætlega við mig hér, en maður veit þó aldrei.
1 Comments:
HÆ :)
Vildi bara segja takk fyrir að agnúast í honum JV vini þínum fyrir okkar hönd... góð og hnitmiðuð svör hjá þér... það er það eina sem dugar á svona þurrprumpulega afturhaldsseggi fulla af mannhatri og mikilmennskubrjálæði.
takk :)
auður í köben
Skrifa ummæli
<< Home