laugardagur, apríl 02, 2005

Partý o.fl.

Nú er verkfræðipartý nýafstaðið í mínum húsum. Ég held það hafi gengið ágætlega fyrir sig og ekki brotnaði nema eitt glas (og reyndar annað við tiltekt í dag). Var meira að segja borðstofunni breytt í fínasta dansgólf. Í dag bakaði ég hins vegar focacciurnar sem ég ætlaði mér að bjóða upp á í partýinu. Deigið hafði nefnilega ekki hefast nóg til að hægt hefði verið að baka það í gærkvöldi. Ég auglýsi hér með eftir næsta bekkjarpartý. Það er gaman að svona. Hver veit nema pis slái til?
Á morgun er ég að fara í fermingarveislu hjá Björgvini Ágústi sem er í liðveislu hjá mér. Það verður því væntanlega étið mikið af kökum (en þó ekki Kransakökum, eða hvað?) þar.
Venja er víst fyrir því að tilkynna afmæli á þessum bloggsíðum og því vil ég óska Reyni bróður mínum til hamingju með 16 ára afmælið um leið og ég kveð að sinni.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef aldrei verið hrifin af kransakökum og finnst þær barasta vondar en það er spurning hvernig Kransakökur smakkast. Ef þú verður bakari einhvern daginn þá ertu kominn með fínasta nafn á bakaríið þitt :-)

9:19 e.h., apríl 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

bn

10:32 f.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

bara minn klominn med blogg, thad er ekkert verid ad láta mann vita, djø... ertu flottur í thví.
-Jóhanna hin systirin

10:33 f.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

´Já það er rétt hjá þér, þetta heppnaðist barasta alveg ljómandi. Og í sambandi við næsta bekkjarpartí, þá er ég svona að spá í að bjóða mig fram...bara spurning hvenar við höfum gott af því að hittast aftur.
Sunna

11:30 f.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vildi nú bara þakka þér fyrir ammæliskveðjurnar(segir mar það eki annrs?) en allavega gangi þér vel með þessa síðu, og hittumst síðar.

9:13 e.h., apríl 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Flottur frændi, velkominn í bloggheima.
Ég mætti vera duglegri við skriftirnar sjálfur.

12:44 f.h., apríl 08, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home