Atvinna
Jæja, þá er maður kominn með vinnu loksins. VSÓ Ráðgjöf er verkfræðistofan og er ég þar á framkvæmdaráðgjafarsviði. Hef þó verið að vinna fyrir annað svið síðan ég byrjaði, en það var síðasta miðvikudag. Á fimmtudagsmorguninn vakti ég fyrrverandi bekkjarfélaga minn og núverandi vinnufélaga minn, hana SHE, upp með látum og ruddist inn á heimili hennar þar sem hún svaf værum blundi ásamt ektamanni sínum. Við höfðum nefnilega ákveðið að verða samferða í vinnuna daginn áður en hún býr rétt hjá mér. Þetta fór þó allt vel að lokum.
Nú þegar Hróbjartur Fischer er orðinn Íslendingur eins og ég og fleiri finnst mér að eigi að veita honum heimili í nágrenni við mig, nánar til tekið við Fischer-sund. Frægt er nefnilega orðið þegar Robbi tefldi við páfann í Fischer-sundi árið 1982 og bar sigur úr býtum. Varð gatan nefnd eftir honum eftir einvígið en hún hét áður Mjóagata.
Nú þegar Hróbjartur Fischer er orðinn Íslendingur eins og ég og fleiri finnst mér að eigi að veita honum heimili í nágrenni við mig, nánar til tekið við Fischer-sund. Frægt er nefnilega orðið þegar Robbi tefldi við páfann í Fischer-sundi árið 1982 og bar sigur úr býtum. Varð gatan nefnd eftir honum eftir einvígið en hún hét áður Mjóagata.
5 Comments:
Hehehe, loksins kem ég á hina umtöluðu bloggsíðu Davíðs. Tefla-við-páfann djókið er fyndið :D
já hún sefur alltaf svo vært blessunin hún SHE ;)
hey hey það var ennþá NÓTT !!! ;)
Til hamingju med vinnunna bródir sæll!! Eitthvad sem thig langar í frá New York, er nebbla ad hugsa m ad skella mér thangad á morgun!
hefurðu eitthvað séð henry the drunk á leið til vinnu???
Skrifa ummæli
<< Home